01. des
Framkvæmdir eru hafnar við lýsingu á gönguskíðasvæði á ReykjaheiðiAlmennt - - Lestrar 100
Fjölskylduráð Norðurþings tók jákvætt í erindi um uppsetningu á lýsingu frá gönguskíðadeildinni á fundi sínum þann 31.október 2023.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings heimilaði fyrir sitt leyti jöfnun gönguskíðabrautar og uppsetningu ljósamastra á svæðinu á fundi sínum sama dag.
Fram kemur á heimasíðu sveitarfélagsins að nú sé búið að setja upp einn staur með þremur kösturum og er það byrjunin á því að lýsa upp gönguskíðabraut á Reykjaheiði. Veturinn verður notaður til að hanna ljósabraut sem gönguskíðadeildin stefnir á að verði ca 2 km.