Framfarafélag Öxarfjarðar skorar á sveitarstjórn

Almennur rabbfundur sem boðað var til af Framfarafélagi Öxarfjarðar miðvikudaginn 4. mars 2009 mótmælir harðlega þeirri ákvörðun meirihluta sveitastjórnar

Framfarafélag Öxarfjarðar skorar á sveitarstjórn
Aðsent efni - - Lestrar 339

Almennur rabbfundur sem boðað var til af Framfarafélagi Öxarfjarðar miðvikudaginn 4. mars 2009 mótmælir harðlega þeirri ákvörðun meirihluta sveitastjórnar Norðurþings að leggja niður grunnskólahald á Kópaskeri, þar sem fundarmenn telja að ákvörðunin muni  hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir búsetuþróun á Kópaskeri og nágrenni í framtíðinni.

 

Fundurinn harmar að ekkert tillit skuli  tekið til skoðana íbúa á svæðinu, sem sendu sveitastjórn undirskriftalista vegna málsins síðasta vor né til skoðana þeirra Kópaskersbúa sem í sveitastjórn sitja. Vekur það furðu að sú leið sem verst kemur út fyrir Kópasker og nágrenni, samkvæmt  könnun og skýrslu sem sérfræðingum við Háskólann á Akureyri var falið að vinna varðandi skólamál við Öxarfjörð, er valin.

Fundurinn skorar á sveitastjórn að endurskoða þessa ákvörðun.

Fundurinn fól stjórn Framfarafélags Öxarfjarðar að skora á alla sveitastjórnarfulltrúa til að mæta á fund á Kópaskeri og gera grein fyrir, hvert og eitt, hvaða ástæður liggja að baka þeirri ákvörðun að loka helsta hornsteini og sameiningartákni og öðrum stærsta vinnustað á Kópaskeri.

 

Stjórn Framfarafélags Öxarfjarðar.

 

Guðmundur Magnússon, formaður

Skúli Þór Jónsson, ritari

Stefanía Gísladóttir, gjaldkeri

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744