15. maí
Fram reið á vaðiðAlmennt - - Lestrar 138
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Húsavíkur í morgun og var þar á ferðinni norska leiðangursskipið Fram.
Skipið, sem Hurtigruten gerir út, heitir eftir sögufrægu skipi landkönnuðanna Fridtjof Nansen og Roald Amundsen, sem náði á norðurpólinn fyrstur manna árið 1926. Skipið siglir á norðurslóðum á sumrin og á suðurskautinu á öðrum árstímum.
Norska leiðangursskipið Fram lá við Norðurgarðinn í dag.