30. des
Frábærir KertaljósatónleikarAlmennt - - Lestrar 548
Hljómsveitin SOS hélt sína Kertaljósatónleika fyrir troðfullum sal á Fosshótelinu í fyrrakvöld við góðar undirtektir tónleikagesta. Strákarnir höfðu sér til fulltingis hóp söngvara og hljóðfæraleikara og það ásamt fjölbreyttri dagskrá gerði stemminguna frábæra.
Roselien Berteen, sem dvaldi hér á Húsavík sem skiptinemi fyrir nokkrum árum og stundar nú ljósmyndanám við listaháskólann Rietveldacademie í Amsterdam, var á tónleikunum og tók myndirnar í þessu albúmi