Frá aðalfundi Hjóladeildar Völsungs

Hjóladeild Völsungs hélt sinn fyrsta aðalfund þann 2. febrúar sl. og mættu um 10 manns á fundinn sem haldinn var í Vallarhúsi Völsungs.

Frá aðalfundi Hjóladeildar Völsungs
Fréttatilkynning - - Lestrar 470

Hjóladeild Völsungs hélt sinn fyrsta aðalfund þann 2. febrúar sl. og mættu um 10 manns á fundinn sem haldinn var í Vallarhúsi Völsungs. 

Á fundinum var meðal annars fjallað um fjallahjólabrautina sem stefnt er að því að klára á komandi sumri.  

Brautin í fullri lengd mun vera um 5 km en nú þegar er búið að gera 2,7 km en sá hluti liggur frá bílastæðinu á Reykjaheiði og niður að Botnsvatni, á komandi sumri er stefnt að því að klára þessa braut og mun hún enda í Skrúðgarðinum á Húsavík. 

Vel hefur gengið að fjármagna þetta verkefni og nú liggur fyrir nægilegt fjármagn til að klára verkefnið. Nokkrir myndarlegir styrkir hafa borist undanfarið, m.a. frá Landsvirkjun, Landsbankanum og nú síðast frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. 

Áður höfðu ýmis húsvísk fyrirtæki, líkt og Trésmiðjan Rein og Höfðavélar, styrkt uppbyggingu á fyrri hluta brautarinnar. 

Mikil ánægja var á meðal fundarmanna með stöðu mála við uppbyggingu á þessari fjallahjólabraut og þakklæti til þeirra sem hafa styrkt þetta verkefni.

Ljósmynd - Aðsend

Á fundinum var einnig kosin stjórn Hjóladeildar Völsungs. Hana skipa fv. Þórólfur Jón Ingólfsson, Gunnólfur Sveinsson, Berglind Ragnarsdóttir og Aðalgeir S. Óskarsson. Edda Lóa Phillips er einnig í stjórn hún átti ekki heimangengt er fundurinn fór fram.

Ljósmynd - Aðsend

Yfirlitsmynd sem sýnir legu hjólabrautarinnar.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744