Fótboltastjörnur framtíðar

Það var margt um manninn á Húsavíkurvelli í dag. Þar fór fram Kiwanismótið í knattspyrnu í svölu veðri. Rúmlega 200 þáttakendur í 6. – 8. flokki karla og

Fótboltastjörnur framtíðar
Íþróttir - - Lestrar 445

Það var margt um manninn á Húsavíkurvelli í dag. Þar fór fram Kiwanismótið í knattspyrnu í svölu veðri. Rúmlega 200 þáttakendur í 6. – 8. flokki karla og kvenna tóku þátt í mótinu og keppt var á 7 völlum.

Foreldrar iðkenda hjá Völsungi stóðu að skipulaginu en mótið er árviss viðburður og skipar ákveðinn sess í knattspyrnu á svæðinu nú þegar sumarstarfinu lýkur. Keppendur koma frá Norður- og Austurlandi en Austanmenn voru mjög duglegir að mæta og margir komnir langt að.

„Allt gekk vel og mótið fór afar vel fram“, segir Áslaug Guðmundsdóttir, einn skipuleggjenda. „Yngstu keppendurnar eru fjögurra ára og þeir elstu tíu ára og mikil gleði meðal krakkanna“, bætir hún við. Tilgangur mótsins er ekki síst gleði og gaman.

Það er Kiwanisklúbburinn Skjálfandi sem er aðalstyrktaraðilinn og fá allir keppendur verðlaunapening að gjöf í lok móts. Jafnframt eru keppendum og gestum boðið upp á pylsur í boði Norðlenska og Heimabakarís.

Gera má ráð fyrir að íbúafjöldi á Húsavík hafi aukist um 7% eða um 400 manns í dag enda margir sem fylgja hverjum keppanda. Það var því mikið um fagnaðarlæti, hvatningu og stuðning á hliðarlínunni og alveg ljóst að einhverji tóku sín fyrstu skref í átt að glæstum knattspyrnuferli.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744