Forvarnardagur ungra ökumanna í FSHAlmennt - - Lestrar 68
Í vikunni var forvarnardagur ungra ökumanna haldinn í fyrsta skipti í Framhalds-skólanum á Húsavík.
Forvarnarfulltrúi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra sá um skipulag og átti frumkvæði að deginum en þarna komu saman nemendur Framhaldsskólans á Húsavík, Framhaldsskólans á Laugum og nemendur í tíunda bekk Borgarhólsskóla.
Nemendurnir, sem eru tilvonandi ökumenn og aðrir þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref sem slíkir, fengu forvarnarfræðslu frá fagaðilum, svo sem lögreglu, Tryggingarmiðstöðinni, Samgöngustofu, Slökkviliði Norðurþings og sjúkraflutningamönnum Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.
Veltibíllinn var einnig á staðnum.
Hér koma nokkrar myndir sem ljósmyndari 640.is tók.