29. maí
Forsætisráðherra afhenti síðustu vísbendingunaAlmennt - - Lestrar 339
Síðastliðna daga hafa nemendur á unglingastigi Borgarhólsskóla tekið þátt í svokallaðri Survivor keppni.
Nemendum skólans er blandað saman og skipt í fjóra hópa. Keppnin er liður í því að styrkja böndin, skapa minningar og reynir bæði á hugvit og samvinnu.
Nemendur keppa í ákveðnum þrautum og fyrir hverja þraut berst hverjum hóp vísbending um næstu þraut. Brynhildur skólahjúkrunarfræðingur í fullum skrúða, Bergur bæjarstjóri og Svavar sýslumaður afhentu hópunum vísbendingar sínar.
Það vakti athygli að á lokadegi keppninnar færði sjálfur forsætisráðherra, Sigmundur Davíð, hópunum sína síðustu vísbendingu.