Formleg dagskrá á hátíðarsviði Mærudaga á Húsavík óbreytt á morgun laugardag

Í dag varð ljóst að stjórnvöld munu grípa inn í framgang Covid- faraldursins eins og skynsamlegt er miðað við þróun smita undanfarna daga. Reglurnar taka

Frá Mærudögum 2018.
Frá Mærudögum 2018.

Í dag varð ljóst að stjórnvöld munu grípa inn í framgang Covid- faraldursins eins og skynsamlegt er miðað við þróun smita undanfarna daga.

Reglurnar taka gildi á miðnætti annað kvöld.

Í kjölfar frétta af fjölgun smita síðasta sólarhringinn hefur nokkrum viðburðum tengdum Mærudögum nú þegar verið aflýst, þar sem vitað var að stórir hópar fólks myndu koma saman innandyra. 

Ekki verður gripið til þess að aflýsa auglýstri dagskrá á hátíðarsviðinu við hafnarsvæðið á morgun laugardag, enda verður allri dagskrá lokið fyrir gildistöku fjöldatakmarkana annað kvöld. 

Íbúar og gestir eru hvattir til þess að sýna ábyrgð og gott fordæmi með því að haga sér til samræmis við stöðuna á faraldrinum og áhættuna á smiti. 

Því skorum við á alla, unga sem aldna að passa sérstaklega uppá persónubundnar sóttvarnir, því þannig pössum við líka best upp á aðra í kringum okkur. Eigum góða helgi saman með fjölskyldu og vinum, sýnum hvert öðru tillit og gerum hvað við getum til að aftra frekara smiti.

Með vinsemd,
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744