Fönnin farin úr DagmálalágAlmennt - - Lestrar 167

Fönnin fór sem sagt 14. júlí 2011 og er það helst til
tíðinda að þetta er í fyrsta sinn sem hún fer á sama degi tvö ár í röð miðað við skráðar og
áreiðanlegar heimildir af kaffistofunni í Kaupfélagshúsinu. Sjá stöplaritið hér að neðan sem nær yfir s.l. 36
ár.

Að venju var spáð um atburðinn í aprílmánuði, spámenn voru um 30 og í góða veðrinu í apríl voru flestir
mjög bjartsýnir og spáðu Fönninni stuttum lífdaga þetta árið eða allt frá 15. júní til 20. júlí. Aðeins
voru eftir 3 spámenn nú þegar Fönnin hvarf endanlega og næst réttum degi komst Íris Víglundsdóttir, starfsmaður Mannvits, en hún
spáði að fönnin yrði öll 16.júlí.
Þetta er mikill léttir fyrir flesta húsvíkinga og aðra nærsveitarmenn, mannlífið getur haldið áfram samkvæmt dagskrá þ.e.
að þeir fyrir neðan Bakkann geta farið að stunda fiskveiðar óáreittir, dagskrá strandmenningarhátíðarinnar "Sail
Húsavík" og "Mærudaga" ætti ekki að truflast eða áformuð sjóstangveiðimót.
Gleðilega hátíð á Húsavík næstu daga!
Egill Olgeirsson.

Það var ekki lengi að ryðja þokunni af sér og hér sést upp í Dagmálalánna á tíunda tímanum í kvöld.

































































640.is á Facebook