Flugeldasala Kiwanisklúbbsins Skjálfanda hafin

Þá er allt orðið klárt fyrir árlega flugeldasölu Kiwanisklúbbsins Skjálfanda sem hefst í dag, mánudaginn 28. desember kl. 13,00.

Flugeldasala Kiwanisklúbbsins Skjálfanda hafin
Fréttatilkynning - - Lestrar 576

Kiwanismenn klárir í söluna.
Kiwanismenn klárir í söluna.

Þá er allt orðið klárt fyrir árlega flugeldasölu Kiwanisklúbbsins Skjálfanda sem hefst í dag, mánudaginn  28. desember  kl. 13,00.

Galvaskur hópur félaga í Skjálfanda ásamt góðu aðstoðarfólki hefur unnið síðustu daga við að undirbúa flugelda-söluna á Húsavík en þessi tími um jól og áramót er í senn annasamur og skemmtilegur í Kiwanisstarfinu.


Flugeldasalan er mikilvægasta tekjuöflun styrktarsjóðs klúbbsins. Klúbburinn býr að því að miklir reynsluboltar halda utan um undirbúning og framkvæmdina. Og þrátt fyrir mikla vinnu við að gera allt klárt, gekk það vel enda eins og áður segir byggt á reynslu margra ára. 

Vöruúrvalið er mikið og félagar Skjálfanda taka vel á móti fólki í flugeldasölunni á Húsavík, sem er í norðurenda Gámaþjónustu Norðurlands (við hlið Norðurvíkur). Þetta er sami staður og undanfarin ár.

Flugeldasala Skjálfanda hefst í dag , mánudaginn 28. og verður opið sem hér segir:

 Mánudaginn 28. des    kl. 13:00-21:00

Þriðjudaginn 29. des    kl. 13:00-21:00

Miðviludaginn 30. des kl. 13:00-22:00

Fimmtudaginn 31. des  kl. 10:00-15:00

-----------------------------------------------

Þriðjudaginn    05. jan    kl. 15:00-18:00

Miðvikudaginn  06. jan kl. 15:00-19:00  

 

Haldin verður flugeldakynning/-sýning við húsnæði Gámaþjónustunnar (flugeldasölunnar) þriðjudaginn 29. des. kl. 20:00.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744