Flug til Húsavíkur styrkt næstu tvo mánuði

Flug til Húsvíkur verður styrkt næstu tvo mánuði á meðan að framtíðarfyrikomulag þeirra mála verður skoðað.

Flug til Húsavíkur styrkt næstu tvo mánuði
Almennt - - Lestrar 49

Flug til Húsvíkur verður styrkt næstu tvo mánuði á meðan að  framtíðarfyrikomulag þeirra mála verður skoðað.

Samkomulag hefur verið gert við flugfélagið Ernir að það fljúgi áfram til Húsavíkur fimm sinnum í viku.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá Vega­gerðinni en Ernir hefur haldið uppi flugi til Húsavíkur sjö sinnum í viku án þess að það hafi verið styrkt.

Nú hefur ríkið tekið ákvörðun um að styrkja fimm ferðir á viku til Húsavíkur í október og nóvember meðan farið er yfir framtíðarfyrirkomulag flugsins.

Norðurþing sendi einnig frá sér til­kynningu um málið í dag.

Í frétt á heimasíðu Framsýnar segir að Ernir hafi bætt um betur og gefið út flugáætlun til Húsavíkur til áramóta enda klárist samningaviðræður við Vegagerðina á allra næstu dögum.

"Að sjálfsögðu fagnar Framsýn þessari niðurstöðu um leið og félagið mun gera allt til að vinna að því að flugsamgöngur við Húsavík verði tryggðar til frambúðar frá og með næstu áramótum. Framsýn hefur allt frá árinu 2012 komið að því með Flugfélaginu Erni að tryggja flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur.

Sú barátta mun halda áfram næstu mánuðina og árin. Þá er kallað eftir því að þingmenn kjördæmisins komi að þessari vinnu með heimamönnum" segir á heimasíðu Framsýnar.   


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744