Flóttinn yfir Miðjarðarhaf – ný íslensk heimildarmynd

Um hvítasunnuhelgina (24. og 25. maí) verður sýnd á RÚV ný, áhrifarík heimildarmynd, Flóttinn yfir Miðjarðarhaf, eftir þá Landamenn, Gísla Einarsson og

Flóttinn yfir Miðjarðarhaf – ný íslensk heimildarmynd
Fréttatilkynning - - Lestrar 385

Um hvítasunnuhelgina (24. og 25. maí) verður sýnd á RÚV ný, áhrifarík heimildarmynd, Flóttinn yfir Miðjarðarhaf, eftir þá Landamenn, Gísla Einarsson og Karl Sigtryggsson.

 

Myndin fjallar um gríðarlegan straum flóttamanna frá Afríku sem freista þess að komast yfir Miðjarðarhafið til Evrópu í leit að betra lífi. Talið er að um fimmtán prósent þeirra sem halda á hafið, komist ekki alla leið!  Hvað rekur fólk til að taka þessa áhættu, hvílík þrekraun er það að velkjast um á opnu hafi í lekum báti og hvað tekur við? Bíður betra líf handan við hafið?

Sjónvarpsmennirnir Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson sigldu með varðskipinu Tý um Miðjarðarhafið í tólf daga í lok mars og byrjun apríl, m.a. yfir páskahátíðina. Týr hefur verið á Miðjarðarhafi frá því í nóvemberlok, sem hluti af Tríton verkefni Frontex, stofnunar um landamæragæslu á vegum ESB.  Hlutverk áhafnar Týs er að bjarga flóttamönnum í sjávarháska. Á meðan sjónvarpsmennirnir dvöldu um borð bjargaði áhöfn Týs 320 flóttamönnum af lekum trébáti. Þeir náðu einstöku myndefni af aðgerðinni og ræddu við flóttamenn eftir að þeir voru komnir um borð í Tý. Þá fengu þeir að fara í stutta heimsókn í flóttamannabúðir á Sikiley.

Í myndinni er rætt við flóttamenn sem björguðust um borð í Tý um páskana og aðra flóttamenn. Rætt er við skipverja á Tý, fréttaskýranda, fulltrúa hjálparsamtaka og annarra sem koma að málefnum flóttafólks.

Myndin er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn ber undirtitilinn  „Með lífið að veði“ og sá síðari „Neyðarkall – bátur í háska“

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744