Fleiri farsældarráð taka til starfaAlmennt - - Lestrar 26
Farsældarráð Norðurlands eystra var stofnað við hátíðlega athöfn á Akureyri sl. fyrir helgi.
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, flutti ávarp í tilefni af viðburðinum að viðstöddum bæjar- og sveitarstjórum, stjórnendum ríkisstofnana og annarra lykilþjónustuveitenda í málefnum barna í landshlutanum.
Farsældarráð Norðurlands eystra er hið fjórða í röðinni á eftir Farsældarráði Suðurlands og Farsældarráði Vesturlands sem stofnuð voru fyrr í mánuðinum og Farsældarráði Suðurnesja sem tók til starfa í sumar.
„Ég fagna því að hér á Norðurlandi eystra starfi nú fjölmennur og öflugur hópur að því að einfalda það ferli sem börn og fjölskyldur þeirra þurfa að fara í gegnum til þess að fá þá viðeigandi þjónustu. Að hér sé unnið markvisst að því að styrkja samstarf milli þjónustukerfa og stuðla þannig að jöfnum tækifærum allra barna til þátttöku, þjónustu, náms og félagslegrar virkni og velferðar. Með stofnun ráðsins sjáum við áþreifanlegan árangur farsældarlaganna og þá samstöðu sem myndast hefur meðal hinna fjölmörgu aðila sem vinna að farsæld barna í landshlutanum,“ sagði Guðmundur Ingi mennta- og barnamálaráðherra.

































































640.is á Facebook