Flatir keppir komast betur fyrir

Slátur er hefðbundinn íslenskur matur sem er gerður úr innmat og blóði lamba.

Flatir keppir komast betur fyrir
Almennt - - Lestrar 327

Heiðrún & Bjartey þjappa lifrarpylsunni í keppinn.
Heiðrún & Bjartey þjappa lifrarpylsunni í keppinn.

Slátur er hefðbund-inn íslenskur matur sem er gerður úr innmat og blóði lamba. 

Slátur er haustmatur og er gerður í sláturtíðinni en fyrr á öldum og fram yfir miðja 20. öld fór sláturgerð fram á hverju heimili á Íslandi.

Hún hefur svo farið smá minnkandi í þéttbýli þótt alltaf hafi margir tekið slátur og algengt að fjölskyldur taki slátur saman.

Slátur er járn- og A vítamínríkur matur sem er nauðsynleg viðbót nú til dags vegna mikillar neyslu á pasta og hvítu kjöti sem inniheldur ekkert járn. Slátur er því allt í senn hollur, góður og ódýr matur.

Á heimasíðu Borgarhólsskóla segir að ein af valgreinum skólans sé Heilbrigði og velferð þar sem nemendur 8. – 10. bekkjar kynnast því að elda góðan og hollan mat og stunda skemmtilega og uppbyggjandi hreyfingu.

Í síðustu viku fóru nemendur m.a. í heimsókn í sláturhús Norðlenska til að fræðast um hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í sláturtíð. Í framhaldinu gaf Norðlenska efni til sláturgerðar sem unnið var úr í þessari viku og afraksturinn var blóðmör, lifrarpylsa og lifrarbuff.

Nemendur stóðu sig vel í þessu og fyrir suma var þetta ný og töluverð áskorun. Keppirnir og buffin voru sett í frysti og verða snædd að viku liðinni. Til að skapa pláss í frystinum er hagræði af því að hafa keppina flata. (borgarholsskoli.is)

Fleiri myndir er hægt að skoða hér


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744