Fjölmiðlar, Einar Kristinn og Friðrik Jón Arngrímsson kyngja ennAðsent efni - - Lestrar 353
Þegar farið var af stað við að stjórna þorskveiðum með þeim kennisetningumsem Hafró beitir var markmiðið að minnka sveiflur í afla og að hann yrði aðjafnaði 400-500 þúsund tonn. Aðferðin gengur annars vegar út á að draga úrveiðum til að „byggja upp“ hrygningarstofninn og hins vegar að verndasmáfisk.
Allir geta fallist á að upphafleg markmið hafa ekki gengið eftir, en deilter um hverju sé um að kenna. Þeir sem hafa stýrt Hafró og rannsakað og felltdóma um eigin verk segja að ekki hafi verið dregið nægjanlega úr veiðum.Þessu er haldið blákalt fram þó svo að það hafi verið farið nokkuðnákvæmlega eftir ráðgjöf Hafró sl. einn og hálfan áratug og að veiðisvæðumsé markvisst lokað fyrir veiðum á smáfisk.
Aðrir líffræðingar og fiskifræðingar, s.s. ég og Jón Kristjánsson, hafahaldið því fram að kenningin sem Hafró vinni eftir geti ekki gengið upp þarsem hún brjóti í bága við viðtekna vistfræði, s.s. að vitavonlaust sé aðvernda fiskinn þar sem vöxtur er við sögulegt lágmark. Sömuleiðis hefurverið bent á að ekki sé um að ræða jákvætt samband á milli stærðarhrygningarstofns og nýliðunar en fleiri hafa bent á það, s.s. RögnvaldurHannesson fiskihagfræðingur. Fleira má nefna, t.d. að fiskveiðar ganga sinnvanagang á hafsvæðum þar sem umdeildar kenningar Hafró ráða ekki för, einsog í Barentshafinu og við Færeyjar, en reiknisfiskifræðingar hafa ítrekaðspáð þeim þorskstofnum algjöru hruni.
Þorskveiðin nú er miklu minni en þegar útlendingar voru að veiða hér ílandhelginni og sömuleiðis er atvinnufrelsi Íslendinga virt að vettugi aðmati mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.
Sagan skoðuð
Frá árslokum 1976 hafa Íslendingar haft stjórn á veiðunum og voru mennnokkuð bjartsýnir á að með betri stjórn, einkum minni smáfiskaveiði, næðistfljótlega að ná fram jafnstöðuafla, 400-500 þúsund tonn eins og áður segir.
Þetta gekk ekki eftir þrátt fyrir stækkaða möskva og fleiri aðgerðir og varsvo komið að árið 1991 var það mat Hafró að þorskstofninn stæði veikt og varskýringin að veitt hefði verið of mikið frá því að kvótakerfið var tekið uppárið 1984 og síðan að sjór hefði kólnað frá því sem áður var þegar afli varmeiri. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra ákvað að fara nokkuðnákvæmlega eftir ráðgjöf Hafró.1991 Kvótinn sem ritstjóri Fréttablaðsins gaf út var innan skekkjumarka eðarétt um 6% umfram ráðgjöf.1992 reiknaði Hafró enn og aftur að þorskstofninn væri á niðurleið þráttfyrir að farið hefði verið að mestu eftir ráðgjöfinni á árinu á undan.
Kvótinn 1992 sem gefinn var út var 205 þúsund tonn sem var um 7% umframráðgjöf og lét aðstoðarforstjóri Hafró hafa eftir sér niðurskurðurinn væriliður í að byggja upp stofninn.
1993 lagði Hafró enn og aftur til að skorið yrði niður þrátt fyrir að fariðhefði verið að mestu eftir tillögum stofnunarinnar árin á undan og var lagttil 150 þúsund tonna afla og fór núverandi ritstjóri Fréttablaðsins að mestueftir tillögum Hafró eins og áður.
1994 brá Hafró ekki af venju sinni og lagði til umtalsverðan niðurskurð eða130 þúsund tonna þorskafla og það var eins og við manninn mælt ÞorsteinnPálsson skar niður veiðiheimildir.
1995 mátti heyra nýjan tón í ráðgjöf Hafró og var ráðlagt að veiðin yrði súsama og árið áður eða 155 þúsund tonn, þrátt fyrir að ekki hefði veriðskorið jafnmikið niður og stofnunin lagði til. Þorsteinn Pálsson barði sérá brjóst og taldi að þessi ráðgjöf vera til vitnis um að það hefði veriðrétt að fara nánast í einu og öllu eftir ráðgjöfinni.
1996 lagði Hafró til að þorskveiðin yrði aukin um 20% eða 186 þúsund tonn ogtaldi forstjóri Hafró að það væri bjart framundan og það var framreiknað aðstofninn myndi vaxa um 200 þúsund tonn á næstu 2 árum.
1997 taldi Hafró að stofninn hefði vaxið meira en spáð hafði verið fyrir umári áður og lagði stofnunin til að kvótinn yrðir 218 þúsund tonn og fórÞorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra eftir þeirri ráðgjöf og taldi aðharðar niðurskurðaraðgerðir sínar hefðu skilað árangri.
1998 Hafró leggur til að veiðin verði 250 þúsund tonn og er það aflaaukningþriðja árið í röð og Þorsteinn sjávarútvegsráðherra segir að ráðgjöfinstaðfesti að stefnan hafi verið rétt.
1999 Hafró leggur til að það sé nánast sami afli og árið á undan enforstjóri Hafró, Jóhann Sigurjónsson, segir að allar spár um þróun stofnsinsstandist vel og að það sé að vænta góðra frétta vegna tveggja stórra árgangasem séu á leiðinni sem að reynsla væri komin á.
2000 Hafró leggur til niðurskurð að kvótinn verði 2003 þúsund tonn og komuþær fréttir eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ástæðan var sú að stofnuninhefði reiknað vitlaust árin á undan og hefði stofninn í raun verið minni enfyrri útreikningar gáfu til kynna. Ekki voru þó eingöngu um neikvæðarfréttir heldur var reiknað út ef farið yrði að tillögunum þá myndi stofninnstækka strax á næsta ári og enn meiri árið þar á eftir.
2001 Hafró lagði til enn meiri niðurskurð eða 190 þúsund tonn þorskafla.Þetta "seinna" kom því ekki eins og spáð hafði verið ári fyrr og stofnunintaldi að nýir útreikningar staðfestu enn frekar að þegar stofnunin taldi sigloksins vera búin að fá þetta „seinna“ hafði verið reiknað vitlaust. Ástæðansem Jóhann Sigurjónsson gaf á þessu voru m.a. breytingar á hitafari og bentihann á að það væri vel að merkja kaldara á sl. 30 árum en fyrr á öldinniþegar betur fiskaðist.
2002 Hafró leggur til niðurskurð og að þorskaflinn verði ekki meiri en 179þúsund tonn. Nú skyndilega vill forstjóri Hafró breyta aflareglunni sembúið var að mæra árin á unda þrátt fyrir að reglan og furðulegarsveiflujafnanir eigi ekki nokkuð skylt við líffræði heldur miklu frekarhagfræði.
2003 Hafró leggur til aukningu í 209 þúsund tonn en um var að ræðakosningaár og Davíð Oddson lagði til á fundi í Sjallanum að þorskkvótinnyrði aukinn um 30 þúsund tonn. Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafróstaðfesti síðan fljótlega að í góðu lagi væri að veiða þann fisk sem Davíðfann í Sjallanum.
2004 Hafró leggur til skerðingu um nokkur þúsund tonn frá kosningaári ogforstjóri Hafró bendir á að það hafi orðið hlýnum sem geti haft neikvæðáhrif á loðnuna og þar með þorskinn. Nú er hækkað hitastig orðið mögulegskýring á því hvers vegna veiðin er helmingi minni en áður en þremur árumfyrr var lækkað hitastig nefnd sem ástæða fyrir því að þorskurinn ættierfitt uppdráttar.
2005 Hafró leggur til niðurskurð í 198 þúsund tonna þorskafla í umræðum ersagt að niðurskurðurinn gefi meiri afla á næstu árum en miklu betra væri aðskera enn meira niður til að fá enn meiri afla seinna. Á fundi á Dalvík erhaft eftir forstjóra Hafró að ekki sé hægt að bera saman afla á árunum 1920til 1960 og síðar vegna þess að þá var hlýskeið.
2006 Hafró leggur til niðurskurð í 187 þúsund tonn en nú vorureiknisfiskifræðingar lausir við handfæraveiðar að mestu sem gátu mögulegaruglað lítillega reiknisdæmið. Nú var hækkað hitastig og meintgróðurhúsaáhrif dregin inn til skýringar á misheppnaðri uppbyggingarstefnu.
2007 Hafró leggur til niðurskurð í 130 þúsund tonn og Einar Kristinnráðherra kokgleypir þau fræði og Friðrik Jón Arngrímsson húkkast ávitleysuna. Aflareglunni var breytt til þess að uppbyggingin þorskstofnsinsgengi hraðar fyrir sig. Hagfræðistofnun var fengin til að skrifa upp ádelluna en þeir gerðu gott betur en það þar sem lagt var til enn frekariniðurskurður og jafnvel hætta þorskveiðum í nokkur ár til að uppbyggingingengi enn hraðar fyrir sig.
2008 Hafró leggur til niðurskurð á aflaheimildum um nokkur þúsund tonn.Fjölmiðlar hefja síðan sama ferli og í fyrra og ræða við nákvæmleg sömuaðila sem skrifa að mestu upp á niðurskurðinn s.s Einar K Guðfinnssonráðherra sem slær engu föstu en reiknar með að taka sinn tíma til að fara aðeinu og öllu eftir ráðgjöfinni. Síðan kemur strollan, Friðrik JónArngrímsson og Sævar Gunnarsson, Árni Bjarnason sem hafa meira og minna þáttí að fara yfir og endurskoða aðferðafræðina en þeir eru með svona málamyndaathugasemdir t.d. með ákvörðun um veiði á hrefnunni. Það er helst að ArthurBogason standi í lappirnar og bendi óhikað á að það rekist hvað á annarshorn í málflutning Hafró.
Það fer lítið fyrir Því að fjölmiðlar leiti eftir viðbrögðum t.d. HallgrímsGuðmundssonar formanns Framtíðar eða Jóns Kristjánssonar fiskifræðings semhefur haldið uppi fræðilegri gagnrýni á ráðgjöf Hafró.
Sigurjón Þórðarson