Fjölmenni á fullveldishátíđ og 90 ára afmćli skólahalds á Laugum

Um 300 manns komu saman í íţróttahúsinu á Laugum í gćr í tilefni af fullveldisdeginum og 90 ára afmćli skólahalds á Laugum.

Fjölmenni var á Laugum í gćr. Lj. 641.is
Fjölmenni var á Laugum í gćr. Lj. 641.is

Um 300 manns komu saman í íţróttahúsinu á Laugum í gćr í tilefni af fullveldisdeginum og 90 ára afmćli skólahalds á Laugum. 

Á fréttavefnum 641.is segir ađ bođiđ hafi veriđ upp á fjölbreytta dagskrá m.a. söngatriđi leikskólabarna úr Barnaborg og Krílabć, nemendur úr Ţingeyjarskóla fluttu brot úr leikritinu Lína Langsokkur og nemendur framhaldsskólans fluttu söngatriđi.
 

Aníta Karin Guttesen formađur HSŢ fćrđi Laugaskóla eintak af 100 ára afmćlisbók HSŢ sem kom út í fyrra og peningagjöf til tćkjakaupa í íţróttahúsiđ í tilefni dagsins, en ţađ var m.a. fyrir tilstilli HSŢ á sínum tíma ađ Alţýđuskólinn á Laugum hóf starfsemi sína fyrsta vetrardag áriđ 1925. Saga Laugaskóla og HSŢ er ţví mjög samofin. Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri Skútustađahrepps fćrđi málverk, eftir Bjarna Jónasson Vagnbrekku í Mývatnssveit, ađ gjöf til Laugaskóla sem Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari framhaldsskólans á Laugum veitti viđtöku.

Sigurbjörn Árni Arngrímsson

 Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari međ afmćlisrit HSŢ. Ljósmynd 641.is

Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari setti hátíđina og rakti sögu skólahalds á Laugum í stuttu máli. Hann minnti Ţingeyinga á mikilvćgi Framhaldsskólans á Laugum í okkar samfélagi og kastađi fram ţeirri hugmynd um ađ nemendum í 8-10 bekk grunnskólanna í hérađinu yrđi kennt á Laugum í framtíđinni. Nú ţegar fer raungreinakennsla fyrir elstu nemendur Ţingeyjarskóla fram í framhaldsskólanum og sá Sigurbjörn ekkert ţví til fyrirstöđu ađ kenna nemendum á grunnskólaaldri meira en bara raungreinar.

Ólafur Arngrímsson skólastjóri Stórutjarnaskóla flutti smá tölu um upphaf kennslu á Laugum áriđ 1925 sem afi hans hafđi skrásett og kom ţar margt forvitnilegt í ljós. Margrét Hóm Valsdóttir formađur skólanefndar flutti einnig stutta tölu fyrir hönd skólanefndar.

Ađ dagskrá lokinni var öllum gestum bođiđ ađ ţiggja kjötsúpu ađ hćtti Kristjáns kokks í matsal skólans.

Lesa meira á 641.is ţar sem jafnframt er hćgt ađ skođa fleirir myndir frá hátíđinni.

 
 

  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744