Fjarskipti lágu niðri í óveðriAlmennt - - Lestrar 131
Bæjarráð Norðurþings fer fram á það við ráðherra fjarskiptamála að kannað verði hvers vegna öll fjarskiptakerfi í hluta sveitarfélagsins hafi verið óvirk í tæpan sólarhring í óveðri sem gekk yfir Norðausturland í byrjun janúar. Forsvarsmenn Mílu sem sér um fjarskiptabúnaðinn segja röð bilana hafa verið orsökin.
Í bréfi sem bæjarráð Norðurþings hefur sent Ögmundi
Jónassyni ráðherra fjarskiptamála er þess farið á leit að kannað verði ítarlega hvernig það gat gerst í óveðri
sem gekk yfir norðausturland í byrjun janúar að öll fjarskiptakerfi á ákveðnu svæði í sveitarfélaginu voru óvirk. GSM
kerfi, FM útvarp og Tetra kerfi virkuðu ekki austan Tjörness og austur á Langanes og það leið tæpur sólarhringur þar til Tetrakerfið komst
í lag og nærri þrír sólarhringar liðu þar til öll símkerfin voru farin að virka. Jón Helgi Björnsson formaður
bæjarráðs Norðurþings segir að þrátt fyrir að ekki sé vitað til að þetta hafi haft alvarlegar afleiðingar í þetta
sinn þá hafi þessi bilun valdið viðgerðarmönnum frá RARIK vandræðum vegna þess að þar höfðu menn treyst á
Tetrakerfið
Jón Helgi segir það bagalegt að Tetra kerfið, sem er öryggiskerfi, detti út við svona aðstæður.Það er fyrirtækið Míla
sem hefur umsjón með rekstri fjarskiptakerfisins og Eva Magnúsdóttir forstöðumaður sölu og markaðsmála hjá Mílu segir röð
bilana vera ástæðuna fyrir því að kerfið datt út um tíma á þessu svæði. Hún segir að það verði
farið ítarlega yfir það hvað hafi gerst í þessu tilviki til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur.
ruv.is