13. jún
Firmakeppni GranaFréttatilkynning - - Lestrar 430
Firmakeppni Grana verður haldinn fimmtudaginn 16 júní klukkan 20:00 á skeiðvelli félagsins.
Keppt verður í 4 flokkum, karlaflokki kvennaflokki, barnaflokki 16 ára og yngri og pollaflokki.
Keppendur eru beðnir að mæta 19:30 til að skrá. Kaffisala verður eftir mót í Bústólpahöllinni og kostar 500kr (enginn posi).
Félagsmenn fjölmennum og eigum skemmtilegt kvöld saman. Ef gott veður verður og mikil stemmning þetta kvöld er stefnt á að fara í reiðtúr saman eftir kaffið.
Firmanefnd.