Fínn gangur í flugeldasölunni - Opið á Gamlársdag 10-15

Það var gott hljóðið í Kiwanismönnum þegar ljósmyndari 640.is leit við í Fjörunni síðdegis í dag.

Ingi Sveinbjörns á flugeldavaktinni.
Ingi Sveinbjörns á flugeldavaktinni.

Það var gott hljóðið í Kiwanismönnum þegar ljósmyndari 640.is leit við í Fjörunni síðdegis í dag.

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi er með flugeldasölu sína þar í ár og að sögn Kiwanisfélaga sem rætt var við, var fínn gangur í sölunni.  

Flugeldasalan verður opin á Gamlársdag frá kl:10:00 -15:00 og með því að kaupa flugelda af þeim styðja bæjarbúar við gott málefni því allur ágóði fer til líknar- og björgunarmála.

Kiwanismenn með flugeldasölu

Sævar Guðbrandsson.

Kiwanismenn með flugeldasölu

Ekki má gleyma stjörnublysunum.

Kiwanismenn með flugeldasölu

Allt undir control.

Kiwanismenn með flugeldasölu

Fínn gangur í flugeldasölunni í ár.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í stærri uplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744