Fimm keppendur frá HSÞ á Meistaramóti Íslands 11-14 ára

Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsum íþróttum fór fram sl. helgi. Alls voru um 380 keppendur skráðir til leiks á mótið frá 19 félögum og samböndum

Keppendur HSÞ ásamt Bróa þjálfara.
Keppendur HSÞ ásamt Bróa þjálfara.

Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsum íþróttum fór fram sl. helgi. 

Alls voru um 380 keppendur skráðir til leiks á mótið  frá 19 félögum  og samböndum alls staðar af landinu.  Fimm keppendur fóru frá HSÞ og voru fjögur þeirra að fara á sitt fyrsta Íslandsmeistaramót.

 

Mótið er stigamót þar sem 10 efstu sætin í hverri grein  fá stig.   Keppendur HSÞ stóðu sig vel og náðu öll að bæta sinn fyrri árangur í flestum greinum en engin verðlaunasæti náðust að þessu sinni.   Samtals fengu þau 13 stig fyrir HSÞ.

Marsmót HSÞ verður haldið í íþróttahöllinni á Húsavík 16. Mars.

HSþ

Keppendurnir HSÞ mótinu. Bergþór Snær Birkisson, Katla María Kristjánsdóttir, Benóný Arnórsson, Natalía Sól Jóhannsdóttir, Ari Ingólfsson og þjálfarinn þeirra Jón Fr. Benónýsson.

Æfingar í frjálsum íþróttum  eru á Laugum á þriðjudögum frá kl. 17:45 – 19:00 og á Húsavík á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl 17:30 – 18:30 fyrir 9 ára og yngri en frá kl. 18:00-19:30 fyrir eldri. (641.is)

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744