Félagsţjónusta í Norđurţingi

Hjá félagsţjónustu Norđurţings er rekiđ öflugt og metnađarfullt starf.

Félagsţjónusta í Norđurţingi
Ađsent efni - - Lestrar 67

Rebekka Ásgeirsdóttir.
Rebekka Ásgeirsdóttir.

Hjá félagsţjónustu Norđurţings er rekiđ öflugt og metnađarfullt starf. 

Ţar má nefna Kelduna sem er snemmtćk íhlutun fyrir börn og ungmenni. Ţar fer fram ţverfagleg teymisvinna fagfólks á hverju sviđi fyrir sig. Verkefniđ Keldan og mörg önnur sem félagsţjónustan sinnir sýnir svart á hvítu hversu mikilvćgt er ađ viđ stöndum vörđ um ţessi störf. 

Félagsţjónusta aldrađra

Viđ hjá S-listanum viljum efla félagsţjónustuna enn frekar og ţá verđi horft í meira mćli til aldrađra, langveikra og fullorđinna. Ţađ eru spennandi tímar framundan í málefnum aldrađra ţegar nýja hjúkrunarheimiliđ rís og hefur starfsemi. Ţađ er ţó ekki nóg ađ reisa nýtt hjúkrunarheimili. Viđ ţurfum öll ađ vera međvituđ um ađ samfélagiđ er ađ eldast og vera tilbúin ađ bregđast viđ. Markmiđ ríkisins er ađ fólk dvelji á heimilum sínum eins lengi og hćgt er og fái heimaţjónustu ef ţörf er á. Í ljósi ţess mun heimaţjónusta, ţar á međal kvöldţjónusta til eldri hópa og langveikra í samfélaginu, komar til međ ađ aukast. Viđ hjá S-listanum viljum stíga skref til frekari samţćttingar á ţjónustu viđ ţennan hóp í góđri samvinnu viđ heilsugćslu og hjúkrunarţjónustu sveitarfélagsins. Viđ viljum aukiđ upplýsingaflćđi og ađ ţjónustuţegar séu virkir ţátttakendur í ţróun og mótun starfsins og ţjónustunar sem í bođi er. 

Ţá er mikil umrćđa í samfélaginu um langa biđlista vegna ţjónustuíbúđa. Viđ hjá S- listanum ćtlum ađ rýna í ţau gögn sem til eru, meta ţörfina hvađ ţetta varđar og bregđast viđ í samrćmi viđ slíka ţarfagreiningu. Eldri hópar samfélagsins hafa rutt brautina fyrir okkur hin og ţví mikilvćgt ađ viđ horfum til ţessa hóps međ virđingu og gerum skynsamlegar framtíđaráćtlanir í samráđi viđ ţjónustuţega. 

Félagsstarf fullorđinna

Viđ viljum koma á laggirnar félagsstarfi fyrir fullorđna. Ţađ er félagsstarf fyrir alla 18 ára og eldri sem ekki geta sótt vinnumarkađinn ađ einhverju eđa öllu leyti sama hver ástćđan er. Hugmyndin er ađ ţar geti fólk sótt afţreyingu og félagsskap. Ţađ getur veriđ erfitt ađ detta út af vinnumarkađi. Vinnustađurinn ţjónar félagslegum tilgangi fyrir marga. Ţví er eitt af markmiđum ţessa félagsstarf ađ koma í veg fyrir félagslega einangrun, en félagsleg einangrun hefur margvísleg slćm áhrif á heilsu Fólks. Á ţessum vettvangi er hćgt ađ ná fram ţekkingu, reynslu og hćfileikum fólks, aukiđ menningu og samskipti okkur öllum og samfélaginu til góđa. 

Nýir íbúar

Viđ viljum útvíkka starfssviđ og hćkka starfshlutfall fjölmenningarfulltrúa međ tilliti til móttöku allra nýbúa í Norđurţingi. Viđ viljum ađ fólk sem ákveđur ađ flytja í Norđurţing viti um alla ţá virku félagsstarfsemi sem í bođi er svo ţađ geti tekiđ virkan ţátt í samfélaginu. Í Norđurţingi búa einstaklingar af mörgum ţjóđernum eđa frá 35 upprunalöndum. Viđ hjá S-listanum fögnum ţví ađ fjölmenningafulltrúi hafi ráđin til starfa í sveitarfélaginu. Ţađ er mikilvćgt ađ allir nýir íbúar ađlagist og hafi jöfn tćkifćri. Fólk hafi greiđa leiđ ađ upplýsingum um alla grunnţjónustu og geti ţannig orđiđ virkir í samfélaginu. ţekking ţeirra og hćfileikar fái ađ blómstra okkur öllum til heilla.            

Ţađ er okkur mikilvćgt ađ allir hópar samfélagsins hvar sem ţeir eru staddir innan sveitarfélagsins hafi jöfn tćkifćri. Fjölbreytileikinn auđgar samfélagiđ. Ţađ stöndum viđ hjá S lista fyrir.

Höfundur er starfandi hjúkrunarfrćđingur hjá HSN og skipar 2. sćti S-lista Samfylkingar og annars frjálshyggjufólks


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744