Fallegt veđur fyrsta vetrardag

Ţađ hefur veriđ kyrrt og fallegt veđur ţennan fyrsta vetradag eins og sjá má á ţessari mynd sem ljósmyndari 640.is tók viđ Lónsós í Kelduhverfi.

Fallegt veđur fyrsta vetrardag
Almennt - - Lestrar 84

Viđ Lónsós í Kelduhverfi.
Viđ Lónsós í Kelduhverfi.

Ţađ hefur veriđ kyrrt og fallegt veđur ţennan fyrsta vetradag eins og sjá má á ţessari mynd sem ljósmyndari 640.is tók viđ Lónsós í Kelduhverfi.

Á vefnum Íslenskt almanak segir m.a um ţennan dag:

Fyrsti Vetrardagur er fyrsti dagur Gormánađar fyrsta mánađar vetrarmisserisÍslenska misseristalsins.

Hann ber ćtíđ eins og Gormánađar sjálfur upp á fyrsta laugardag ađ lokinni síđust viku sumarmisseris ţeirrar 26. eđa 27. viku sumars sé um Sumarauka ađ rćđa á tímabilinu  21. til 27. október nema í rímspillisárum ţá 28. október. Frá 16. öld til ţeirrar 19. var hann bundinn viđ föstudag en ţví ţá breitt yfir á laugardag eins og hann er í dag.

Líkt og Sumardagurinn fyrsti var hann messudagur fram til ársins 1744. Í rímtali Arngríms Jónssonar lćrđa og Guđbrands Ţorlákssonar biskups er Gormánuđur kallađur Slátrunarmánuđ. Sem ţó er líkt og flest mánađanöfnin í Snorra-Eddu ekki eiginleg nöfn mánađanna heldur frekar lýsing á hvađa verk voru helst unnin í viđkomandi mánuđi eđa veđra ađ vćnta. Enda hefst vetrarmisseriđ ađ aflokinni sláturtíđ og síđasti dagur hennar ţann 1. nóvember og sá dagur kallađur Sviđamessa. Oft var haldiđ sérstaklega upp á sviđamessu međ tilheyrandi sviđaáti sem og öđrum ţeim mat sem ţá var ferskur eftir sláturtíđina og tíđkast sá siđur víđa enn ţann dag í dag ţótt ekki fari eins mikiđ fyrir honum og áđurfyrr. Var tilstand á ţessum tvennum tímamótum oft slegiđ saman í eina hátíđ međ tilheyrandi veislumat.

Ljósmynd Hafţór Hreiđarsson

Viđ Lónsós í Kelduhverfi á fyrsta degi vetrar áriđ 2023.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744