28. des
Falleg glitský á himniAlmennt - - Lestrar 230
Falleg glitský sáust á himni í dag enda veðurskilyrði með þeim hætti að kjöraðstæður eru fyrir þau að myndast í himinhvolfinu.
Ljósmyndari 640.is náði myndum af þeim en glitský eru í raun ískristallar sem myndast í heiðhvolfinu þegar óvenjukalt er í veðri um eða undir -70 til -90 °C.
Á vef Veðurstofunnar segir að Glitský sjáist helst um miðjan vetur, um sólarlag eða sólaruppkomu. Litadýrð þeirra er mjög greinileg því þau eru böðuð sólskini, þótt rökkvað sé eða jafnvel aldimmt við jörð. Sjá nánar á hér.
Glitský sáust á himni í dag, bæði í morgun og síðdegis.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í stærri upplausn.