Enn ríða hetjur um héruð

Enn ríða hetjur um héruð var sagt einhversstaðar og t.a.m. í gær mátti sjá reiðmenn á ferð í Norðurþingi. Þegar ljósmyndari 640.is var á ferð um héruð

Enn ríða hetjur um héruð
Almennt - - Lestrar 293

Hestar og menn á leið yfir brúnna við Jöklu.
Hestar og menn á leið yfir brúnna við Jöklu.

Enn ríða hetjur um héruð var sagt einhversstaðar og t.a.m. í gær mátti sjá reiðmenn á ferð í Norðurþingi. Þegar ljósmyndari 640.is var á ferð um héruð Norðurþings í dag, vel að merkja ekki ríðandi á hesti, hitti hann á hóp reiðmanna á mörkum Kelduhverfis og Öxarfjarðar.

Hvort þetta voru hetjur eða ei skal ósagt látið. En þó hvunndagshetjur í það minnsta og voru þeir að fara yfir brúnna á Jöklu með stóð sitt. Ferðalag þeirra hófst á Arndísarstöðum í Bárðardal en fyrsti leggur ferðarinnar var í Stöng í Mývtnssveit.

Í gær var ferðinni heitið í Ærlæk þar sem hvíla átti hestana í nótt en mannskapurinn ætlaði að gista í Lundi. Reiðmennirnir komu víða að , m.a skagfirðingar og sunnlendingar. Sumir þeirra hafa einnig riðið um önnur héruð landsins að undanförnuog sagði einn þeirra þetta vera langbestu leiðina til að losna við allt það argaþras og krepputal sem dynji á þjóðinni þessa dagana.

Á leið úr Kelduhverfi yfir í Öxarfjörð.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744