Meistarinn með meistaraverk

Í síðustu viku setti Pétur ljósmyndari upp ljósmynd í fundarsal stéttarfélaganna sem hann tók af Húsavík og nágrenni.

Meistarinn með meistaraverk
Almennt - - Lestrar 513

Pétur ánægður á svip við myndina stóru.
Pétur ánægður á svip við myndina stóru.

Í síðustu viku setti Pétur ljósmyndari upp ljósmynd í fundarsal stéttarfélaganna sem hann tók af Húsavík og nágrenni.

Á heimasíðu Framsýnar segir að myndin sé glæsileg í alla staði enda Pétur mikill meistari þegar kemur að ljósmyndun og frágangi á myndum.

Þá má geta þess að meistari Pétur hefur þjónað Húsvíkingum og Þingeyingum afar vel í gegnum tíðina, það er í marga áratugi og fyrir það ber að þakka.

Myndin er um 4 metrar að breidd og 1,37 metrar á hæð og ekki þarf að taka fram að myndin er mikil prýði í fundarsal stéttarfélaganna.

Myndin sett upp

Unnið að uppsetningu myndarinnar sem prentuð var á Ljósmyndastofu Péturs.


Péturljósmyndari ásamt Bjarna og Þorvaldi

Þorvaldur og Bjarni voru Pétri til aðstoðar við að ganga frá myndinni.

Myndirnar eru fengnar af heimasíðu Framsýnar


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744