Ţórdís handverksmađur ársinsFréttatilkynning - - Lestrar 573
Handverkshátíđinni á Hrafnagili í Eyjajafjarđarsveit lauk í dag en árlega velur valnefnd Handverkshátíđarinnar fallegasta sölubás ársins og handverksmann ársins.
Handverksmađur ársins er Ţórdís Jónsdóttir og verđlaun fyrir sölubás ársins hlýtur Vagg og Velta. Valnefnd veitti ein aukaverđlaun í ár, Gleđi og bjartsýnisverđlaunin, en ţau hlaut Hildur Harđardóttir međ sölubásinn Hildur H. List-Hönnun. Fleira vakti athygli valnefndar, s.s. bás Hjartalags, Leđurverkstćđiđ Hlöđutúni og Erna Jónsdóttir leirlistamađur.
Hér má lesa umsagnir valnefndar:
Handverksmađur ársins
Ţórdís Jónsdóttir
Fágađ og listrćnt handverk Ţórdísar og samspil forms og lita heillađi dómnefndina. Fullkomiđ vald á viđfangsefninu birtist međ skýrum og fjölbreyttum hćtti.
Sölubás ársins
Vagg og Velta
Vel unninn sölubás ţar sem varan nýtur sín í einfaldri framsetningu. Lausnin í ţessu takmarkađa rými er áhugaverđ.
Gleđi og bjartsýnisverđlaunin
Hildur Harđardóttir – Hildur H. List-Hönnun
Einstakt safn karaktera sem í fjölbreytileika sínum vekja gleđi og kátínu. Hildur tekst á viđ flókiđ viđfangsefni af listrćnu innsći og tekur sig mátulega alvarlega.
Ađrir sýnendur sem vöktu athygli valnefndar:
Hjartalag
Heilstćđ og einlćg tjáning sem endurspeglast í öllum vöruţáttum. Fallega framsettur bás.
Leđurverkstćđiđ Hlöđutúni
Hnakkur fyrir fatlađa. Glćsilegur nytjagripur sem gerir fleirum kleift ađ stunda hestaíţróttina. Sérstaklega tók valnefndinni eftir ađ ekki var slegiđ af fagurfrćđilegum kröfum viđ gerđ hnakksins.
Erna Jónsdóttir leirlistamađur
Skemmtilega unniđ út frá rjúpunni sem ţema. Sérstaklega var rjúpnaflautan áhugaverđ.
Valnefndina skipuđu:
Haraldur Ingi Haraldsson – myndlistamađur og verkefnastjóri Listasafns Akureyrar
Karl Frímannsson – sveitarstjóri Eyjafjarđarsveitar og stjórnarmađur Handverkshátíđar
Sveina Björk Jóhannesdóttir – textílhönnuđur og kennari
Í ár voru verđlaunagripirnir unnir af Guđrúnu Gísladóttur.