Þriðja Gamlárshlaupið fór fram á Húsavík í góðu veðriÍþróttir - - Lestrar 740
Gamlárshlaupið á Húsavík fór fram í morgun í góðu veðri, hæg sunnanátt og 4 stiga. Nokkuð hált var undir fæti og erfitt að ná góðri spyrnu í hlaupinu. Þátttaka var góð en um 30 manns hlupu eða gengu þær vegalengdir sem í boði voru. Hlaupið hófst með því að rakettu var skotið á loft. Öllum þátttakendum var boðið í sund í Sundlaug Húsavíkur að hlaupi loknu. Veitt voru útdráttarverðlaun að hlaupi loknu.
Helstu úrslit urðu eftirfarandi:
5.km hlaup
1.sæti Hulda Ósk Jónsdóttir 22:30 mín.
2.sæti Daníel Borgþórsson 23:16 mín.
3.sæti Hjörvar Gunnarsson 24:30 mín.
10.km.hlaup.
1.sæti Hákon Hrafn Sigurðsson 40:53 mín
2.sæti Jón Friðrik Einarsson 46:47 mín
3.sæti Heiðar Halldórsson 49:46 mín.
3.km hlaup. (án tímatöku)
1. Björn Elí Víðisson
2.Víðir Svansson
3. Elín Kristjánsdóttir
Allir aðrir tímar verða settir inn á hlaupasíðuna www.hlaup.is.
Svo mætum við hress í næsta Gamlárshlaup árið 2012.
Meðfylgjandi myndir tók Jón Kristinn Haraldsson.