Endurskin í myrkri

Í myrkri sjást gangandi vegfarendur illa ţrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiđa og er notkun endurskinsmerkja ţess vegna nauđsynleg.

Endurskin í myrkri
Almennt - - Lestrar 456

Í myrkri sjást gangandi vegfarendur illa ţrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiđa og er notkun endurskinsmerkja ţess vegna nauđsynleg.

Endurskinsmerkin eiga ađ vera sýnileg og er best ađ hafa ţau, fremst á ermum, hangandi međfram hliđum eđa á skóm eđa neđarlega á buxnaskálmum. Ţá virka endurskinsmerkin eins og blikkljós ţegar ljós skín á ţau.

Ţví fyrr og betur sem ökumenn greina gangandi vegfarendur ţeim mun meira er öryggi ţeirra sem gangandi eru. Ţađ er stađreynd ađ ökumenn sjá gangandi vegfarendur međ endurskinsmerki fimm sinnum fyrr en ella og ţví getur notkun endurskinsmerkja skiliđ milli lífs og dauđa.

Á heimasíđu Borgarhólsskóla segir ađ skólahald hefjist kl. 8:15 í Borgarhólsskóla. Sólarupprás á Húsavík í morgun, fimmtudag var klukkan 10:31 og fjórum mínútum síđar á morgun föstudag og ţannig seinkar upprás sólar dag frá degi ţangađ til sól hćkkar á lofti 21. desember.

"Viđ viljum ţví hvetja nemendur til ađ ganga međ endurskinsmerki og foreldra sömuleiđis ađ tryggja öryggi barna sinna ţegar gengiđ er í skólann". Segir jafnframt á heimsíđu Borgarhólsskóla.

 

  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744