14. feb
Elfar Árni í KAÍþróttir - - Lestrar 385
Elfar Árni Aðalsteinsson sem leikið hefur með Breiðablik undanfarin ár skrifaði í dag undir þriggja ára samning við KA.
Á heimasíðu KA segir að Elfar, sem er uppalinn Völsungur, sé gríðarlega mikill styrkur fyrir KA í komandi átökum í 1. deildinni.
Elfar, sem leikur stöðu framherja, spilaði 104 leiki með Breiðablik og skoraði í þeim 27 mörk.
Hann gerir þriggja ára samning við KA og mun flytjast búferlum norður til Akureyrar í apríl.