Ekki gangsett á Bakka fyrr en allt virkar eins og það á að geraAlmennt - - Lestrar 535
Fjölmenni var á opnum kynningarfundi sem PCC BakkiSilicon hélt á Fosshótel Húsavík í fyrradag.
Þar var m.a fjallað um fyrirhugað gangsetningarferli verksmiðjunnar og hvers Húsvíkingar og aðrir nágrannar kísilversins á Bakka geta vænst á meðan á því stendur.
Hafsteinn Viktorsson svarar spurningu úr sal.
Í máli Hafsteins Viktorssonar forstjóra PCC BakkaSilikon, kom ma. fram að Kísilverið yrði ekki gangsett fyrr en öll tæki virkuðu örugglega rétt. Fram kom einnig að fyrstu vikuna, eftir að verksmiðjan verður ræst, muni nokkur reykur verða sýnilegur og að lykt gæti mögulega borist til Húsavíkur í norðanátt. Nánar má lesa um fundinn hér
Ásta Hermannsdóttir vörustjóri lokaafurða hjá PCC BakkiSilikon.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir alþingismaður Samfylkingarinnar var meðal þeirra sem komu með spurningar úr sal.
Nafnasamkeppni fyrir ljósbogaofna PCC BakkiSilicon – verðlaun í boði
PCC BakkiSilicon hf. hefur ákveðið að efna til nafnasamkeppni á tveimur ljósbogaofnum sem verða teknir í notkun á næstunni. Ljósbogaofn dregur heiti sitt af ljósboganum sem myndast á milli rafskautanna þriggja í ofninum. Það er mikil orka í 24 MW ofnunum og hiti fer upp í u.þ.b. 1600 – 2000°C. Sérstakur áhugi er fyrir nöfnum sem tengja ofnana við svæðið á Bakka og/eða sögu Húsavíkur og næsta nágrennis, en tekið er á móti öllum hugmyndum.
Óskað er eftir því að hver tillaga innihaldi nöfn á báða ofnana.
Nafnatillögur berist á info@pcc.is eða í síma 464-0060 fyrir 8 febrúar næstkomandi.
Vinningstillögur verða valdar af nefnd sem skipuð er:
- Kristján Þór Magnússon
- Guðrún Kristín Jóhannsdóttir
- Sigurjón Jóhannesson
- Berta María Hreinsdóttir
Tillögum sem berast PCC BakkiSilicon er komið áfram til nefndar nafnlaust.
Verðlaun verða veitt vinningstillögu. Einnig verða tvenn aukaverðlaun í boði.