24. jan
Einar Karl og Brynja taka við Fosshótel HúsavíkAlmennt - - Lestrar 448
Þann 1. febrúar næstkomandi verða hótelstjóraskipti hjá Fosshótel Húsavík en Jóna Árný Sigurðardóttir sem verið hefur hótelstjóri hefur ákveðið að fara í nám eftir farsæl störf fyrir hótelið.
Í hennar stað hefur Einar Karl Guðmundsson verið ráðinn sem hótelstjóri og Brynja Jóhannesdóttir sem aðstoðarhótelstjóri. Einar Karl og Brynja sem eru hjón hafa lengi starfað í ferðaþjónustu.
Þetta kom fram á vef Framsýnar en þau hjón litu við á Skrifstofu stéttarfélaganna í gær til að kynna sig og fara yfir þau áform sem þau hafa varðandi eflingu á starfsemi hótelsins á svæðinu.