Dregið hefur verið í styrktarhappdrætti Glerártorgs 2016

Efnt var til happdrættisins til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Verslanir á Glerártorgi gáfu 54 glæsilega vinninga

Dregið hefur verið í styrktarhappdrætti Glerártorgs 2016
Fréttatilkynning - - Lestrar 611

Efnt var til happdrættisins til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.

Verslanir á Glerártorgi gáfu 54 glæsilega vinninga.

Einungis var dregið úr seldum miðum og fór dráttur fram laugardaginn 5. nóvember sl. Andvirði seldra miða nam kr. 573.000 og gengur upphæðin óskert til félagsins.

Vinningaskrá er að finna á heimasíðu Glerártorgs glerartorg.is. Vinningshafar vitja vinninga sinna í viðkomandi verslun.

Glerártorg þakkar öllum þeim sem keyptu happdrættismiða og vonar að upphæðin komi að góðum notum í mikilvægu starfi Krabbameinsfélagsins.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744