Degi barnabókarinnar fagnađ

Í fyrramáliđ verđur smásaga eftir Birgittu Elínu Hassell og Mörtu Hlín Magnadóttur frumflutt í öllum grunnskólum landsins kl. 9.10.

Degi barnabókarinnar fagnađ
Fréttatilkynning - - Lestrar 376

Í fyrramáliđ verđur smásaga eftir Birgittu Elínu Hassell og Mörtu Hlín Magnadóttur frumflutt í öllum grunnskólum landsins kl. 9.10.

Sagan verđur samtímis flutt á Rás 1 svo ađ öll ţjóđin getur lagt viđ hlustir.

Birgitta og Marta skrifuđu söguna Andvaka fyrir börn á aldrinum 6-16 ára í tilefni dags barnabókarinnar ađ beiđni IBBY á Íslandi, en ţetta er í sjötta sinn sem félagiđ fagnar deginum međ ţessum hćtti. Marta og Birgitta eru lesendum á grunnskólaaldri ađ góđu kunnar fyrir bókaflokkinn Rökkurhćđir.

„Ţađ er mikil áskorun ađ skrifa sögu sem hentar svo breiđum aldurshópi og ţótt sagan sé stutt var ferliđ ađ lokatakmarkinu mjög langt. Viđ höfum hingađ til einbeitt okkur ađ ţví ađ skrifa sögur sem gerast í Rökkurhćđum og ţar er alltaf eitthvađ dularfullt, jafnvel svolítiđ hrćđilegt (stundum mjög hrćđilegt!) á seyđi. Viđ erum hins vegar međvitađar um ađ ţađ hentar ekki öllum krökkum ađ lesa eđa hlusta á ţannig sögur. Ţess vegna ákváđum viđ ađ hafa Andvaka ekkert mjög hrćđilega en viđ vćrum ekki Birgitta og Marta nema ţađ vćri pínupínulítill hrollur í sögunni.“

Sagan verđur lesin fyrir grunnskólabörn á öllum aldri og er verkefniđ hluti af ţeirri hugsjón félagsins ađ lestraráhugi og lestrarfćrni fáist fyrst og fremst međ ţví ađ fćra ungum lesendum vandađar og spennandi sögur. Dagur barnabókarinnar var laugardaginn 2. apríl en sagan er flutt 5. apríl svo allir grunnskólanemar landsins geti hlustađ á hana saman.

Í tilkynningu frá IBBY á Íslandi segir ađ mjög góđ ţátttaka hafi veriđ í sögustundinni undanfarin ár og skemmtileg stemmning myndast um allt land.    


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744