Degi barnabókarinnar fagnađ

Smásaga eftir Gunnar Helgason frumflutt fyrir alla grunnskólanema landsins í stćrstu sögustund ársins.

Degi barnabókarinnar fagnađ
Fréttatilkynning - - Lestrar 300

Smásaga eftir Gunnar Helgason frumflutt fyrir alla grunnskólanema landsins í stćrstu sögustund ársins.

Í fyrramáliđ verđur ný, íslensk smásaga eftir Gunnar Helgason frumflutt í öllum grunnskólum landsins kl. 9.10. Sagan verđur samtímis flutt á Rás 1 svo ađ öll ţjóđin getur lagt viđ hlustir.

Gunnar skrifađi söguna Lakkrís – eđa Glćpur og refsing fyrir börn á aldrinum 6-16 ára í tilefni dags barnabókarinnar ađ beiđni IBBY á Íslandi, en ţetta er í fimmta sinn sem félagiđ fagnar deginum međ ţessum hćtti.

Sagan verđur lesin fyrir grunnskólabörn á öllum aldri í leikfimisölum og smíđastofum, á sal og í sundlaugum, í frímínútum og í dönskutímum, allt eftir ţví hvernig hver skóli kýs ađ fella upplesturinn ađ stundaskrám nemendanna.

Viđ hvetjum fjölmiđla til ţess ađ hafa samband viđ nćrliggjandi grunnskóla og fá ađ fylgjast međ sögustundinni, sem er einstök í sinni röđ.

Bókmenntaverđlaunin Sögusteinn

Í tilefni dags barnabókarinnar mun IBBY á Íslandi afhenda bókmenntaverđlaun félagsins ţennan sama dag, 9. apríl, kl. 17:00 í Borgarbókasafni. Ţar fćr valinkunnur listamađur verđlaunagripinn Sögustein auk 500.000 króna peningaverđlauna.

Um sögustein segir svo í ţjóđsögum Jóns Árnasonar: „Sögusteinn finnst í maríuerluhreiđri í maí. Skal mađur bera hann á sér í blóđugum hálsklút og láta hann í hćgra eyra ţegar mađur vill verđa einhvers vísari af honum; segir hann ţá allt sem mađur vill vita.“

 

  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744