21. ágú
Dagný Þóra tekur við starfi yfirmatráðs BorgarhólsskólaAlmennt - - Lestrar 53
Dagný Þóra Gylfadóttir hefur verið ráðin yfirmatráður Skólamötuneytis Húsavíkur.
Dagný lauk námi í matartækni með sérhæfingu í ofnæmis- og óþolsfæði frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 2020.
Hún hefur mikla reynslu af störfum í mötuneytum og hefur starfað í eldhúsum og mötuneytum frá árinu 2006, þar á meðal eldhúsi leikskólans Grænuvalla á Húsavík og í skólamötuneyti Húsavíkur.
Frá 2022 hefur hún starfað sem matartæknir hjá HSN á Húsavík.