Dagný Þóra tekur við starfi yfirmatráðs Borgarhólsskóla

Dagný Þóra Gylfadóttir hefur verið ráðin yfirmatráður Skólamötuneytis Húsavíkur.

Dagný Þóra Gylfadóttir.
Dagný Þóra Gylfadóttir.

Dagný Þóra Gylfadóttir hefur verið ráðin yfirmatráður Skólamötuneytis Húsavíkur.

Dagný lauk námi í matartækni með sérhæfingu í ofnæmis- og óþolsfæði frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 2020.

Hún hefur mikla reynslu af störfum í mötuneytum og hefur starfað í eldhúsum og mötuneytum frá árinu 2006, þar á meðal eldhúsi leikskólans Grænuvalla á Húsavík og í skólamötuneyti Húsavíkur.

Frá 2022 hefur hún starfað sem matartæknir hjá HSN á Húsavík.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744