08. ágú
Dagmar átti bestu myndinaAlmennt - - Lestrar 545
Dagmar Kristjánsdóttir sigraði í ljósmyndakeppni 640.is og Ljósmyndastofu Péturs.
Að mati dómnefndar er myndin mjög góð hvað varðar form, birtu og liti.
Að launum fær Dagmar eigin ljósmynd á striga, 50 x 60 cm. að stærð.
Ein aukaverðlaun verða og er þar um að ræða ljósmyndabók með eigin myndum. Þau verðlaun fær Gaukur Hjartarson fyrir norðurljósamynd sem hann tók við Bakkahöfða.
Það er gaman að geta þess að bæði Dagmar og Gaukur eru félagar í Ljósmyndaklúbbnum Norðurljósum áHúsavík.
640.is og Ljósmyndastofa Péturs þakkar öllum þeim sem þátt tókur fyrir að vera með og vilja um leið benda þeim sem hlotið hafa vinninga að hafa samband við Pétur ljósmyndara.