Buch-Orkugangan 2023 fer fram um helgina!

Buch-Orkugangan 2023 fer fram um helgina! Við hvetjum áhugasama að kynna sér dagskrána. Allir sem hafa áhuga á að koma og fylgjast með skemmtilegri

Buch-Orkugangan 2023 fer fram um helgina!
Fréttatilkynning - - Lestrar 74

Buch-Orkugangan 2023 fer fram um helgina!

Við hvetjum áhugasama að kynna sér dagskrána. Allir sem hafa áhuga á að koma og fylgjast með skemmtilegri fjölskyldu göngu eru hvattir til að kíka uppá svæði skíðagöngumanna.

Þrjár vegalengdrir eru í boði, 5, 10 og 25 km og því hentar gangan bæði reyndu gönguskíðafólki og þeim óreyndari sem vilja fara styttri vegalengd.  

Föstudag 8. Apríl

14:00 Opnun sýningar um skíðasögu Þingeyinga í myndlistarsal Safnahússins á Húsavík

18-20:00 Afhending keppnisganga milli kl 18 og 20 hjá Ísfell (niður við höfn), endilega mæta þau sem eru á svæðinu og sækja gögnin sín.

Laugardag 9. apríl
8:30 Afhending gagna á Skíðasvæði Norðurþings á Reykjaheiði.
11:00 Ræsing allir flokkar
14:00 Verðlaunaafhending, happdrætti og veitingar verða strax að lokinni göngu við gönguskála

Allir keppendur sem skrá sig fyrir föstudaginn 07.Apríl fara sjálfkrafa í úrdráttarpottinn landsfræga. En það eru engin önnur en þessi glæsilegu fyrirtæki GG-Sport, Icewear, New Wave/ Craft, Gentle Giants/ Hvalaskoðun, Garðarshólmi, GeoSea/ Sjóböðin, hérna, Hárform, Belkod, North Sailing/ hvalaskoðun og Kjarnafæði/ Norðlenska sem styrkja okkur þetta árið. Úrdrátturinn fer fram strax að verðlaunaafhendingu lokinni.

Þreytt, alsæl og ánægð eftir gönguna gerum við vel við ykkur í mat og drykk í boði Lemon, Kjarnafæði/Norðlenska og Nettó!

Skráning til 8. Apríl kl. 21:00: https://netskraning.is/orkugangan/

Facebooksíða Buch-Orkugöngunnar

www.orkugangan.is 

Það verður líf og fjör á Húsavík um páskana fyrir alla fjölskylduna!
Ávaxtakarfan, páskaeggjaleit, tónlistarbingó, páskaball og margt fleira.
Hér má sjá dagskrána.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744