12. feb
Breytingar á stjórn GHÍþróttir - - Lestrar 518
Miklar breytingar urðu á stjórn Golfklúbbs Húsavíkur á aðalfundi sem haldinn var fimmtudaginn 5. febrúar.
Nýr formaður er Hjálmar Bogi Hafliðason, varaformaður Björg Jónsdóttir, gjaldkeri Gunnlaugur Stefánsson, ritari Jóhanna Guðjónsdóttir.
Fundurinn var mjög vel sóttur eða um 30 manns. Góður fundur og létt stemmning, fólk farið að hugsa gott til glóðarinnar fyrir sumarið. (golf.is)