Brautskráning Framhaldsskólans á Laugum

Brautskráning Framhaldsskólans á Laugum fór fram á Uppstigningardag og voru 26 nýstúdentar brautskráðir við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Laugum.

Brautskráning Framhaldsskólans á Laugum
Almennt - - Lestrar 108

Ljósmynd laugar.is
Ljósmynd laugar.is

Brautskráning Framhaldsskólans á Laugum fór fram á Upp-stigningardag og voru 26 nýstúdentar brautskráðir við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Laugum.

Dúx Framhaldsskólans á Laugum er Nikola María Halldórsdóttir með 9,16 í einkunn. Semí-dúx Framhaldsskólans á Laugum er Ólöf Jónsdóttir með 9,02 í einkunn.

Frá þessu er greint á heimasíðu skólans en þar segir jafnframt:

Arnór Benónýsson kennari og Ingólfur Víðir Ingólfsson húsbóndi létu af störfum við skólann eftir yfir tveggja áratuga farsælt starf. Arnór hóf störf í janúar 1998 og Ingólfur Víðir haustið 2002. Við þökkum þeim þeirra mikilvæga framlag til skólans og nemenda hans og óskum þeir velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Eldri afmælisárgangar fjölmenntu á brautskráninguna. Við erum afar þakklát fyrir tryggð og vinskap eldri Laugamanna við staðinn og þökkum þeim kærlega fyrir gjafirnar sem þau færðu skólanum og fyrir að sækja Laugar heim. Að brautskráningu lokinni var gestum boðið í kaffiveitingar í Gamla skóla, og voru tæplega 400 manns sem þáðu boðið og drukku kaffi saman (laugar.is).


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744