Bólusetningar hjá HSN í viku 21 – 26.-28. maíAlmennt - - Lestrar 178
Þann 26. maí eða í viku 21 fær HSN um 2100 skammta af bóluefni.
Pfizer bóluefnið um 1700 skammtar verða nýttir í seinni bólusetningu þeirra sem fengu Pfizer bóluefni 4.-7. maí og í seinni bólusetningu hjá þeim sem fengu Astra Zeneca bóluefni fyrir 12 vikum og eiga að fá Pfizer í seinni bólusetningu.
Þá verður bóluefnið m.a. nýtt til að bólusetja leikskólakennara, kennara, starfsmenn félagsþjónustu og foreldra barna með langvinna sjúkdóma.
Astra Zeneca bóluefni um 360 skammtar verða nýttir í að bólusetja seinni bólusetningu.
Í lok næstu viku er gert ráð fyrir að allir forgangshópar verði langt komnir eða búnir.
Á Akureyri fer bólusetning með Pfizer bóluefninu fram miðvikudaginn 26. maí á Slökkvistöðinni og bólusetning með Astra Zeneca bóluefninu fer þar fram 27. maí. Fólk mun fá boð með sms skilaboðum.
Á öðrum heilsugæslum á Norðurlandi mun fólk í þessum hópum fá boð í bólusetningu annaðhvort með sms skilaboðum eða með símtali þar sem tími og staðsetning kemur fram.