Bjarni Þór efstur á styrkleikalista unglinga 2011Íþróttir - - Lestrar 239
Bjarni Þór Gunnarsson, Mývetningi, íþr. og umf. er efstur á styrkleikalista unglinga sem Glímusambandið birti í byrjun desember.
Bjarni Þór hefur skipað sér í hóp bestu glímumanna landsins fyrir nokkru síðan þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára. Bjarni varð meðal annars í 2. sæti á síðustu Íslandsglímu og leiðir stigakeppnina í opnum flokki á meistaramótaröð Glímusambandsins. Bjarni Þór er afar snarpur glímumaður sem beitir jafnt hábrögðum og lágbrögðum, segir í umsögn á heimasíðu GLÍ.
Bjarni Þór situr nú í öðru sæti á styrkleikalista Glímusambandsins í karlaflokki og fyrsta sæti á styrkleikalista unglinga. Efstur í karlaflokki er Mývetningurinn frændi hans, Pétur Eyþórsson sem keppir fyrir Glímufélagið Ármann, en GLÍ hefur auk þess útnefnt Pétur glímumann ársins 2011. Í þriðja sæti á styrkleikalista í karlaflokki er Pétur Þórir Gunnarsson, bróðir Bjarna. Einar Eyþórsson Mývetningur er einnig á báðum listum.(hsth.is)