Bjarni Jón, Kristján Davíð og Magnús Máni héraðsmeistarar í skák

Héraðsmót HSÞ í skák í flokki 16 ára og yngri var haldið í Litlulaugaskóla í Reykjadal í dag

Keppendur á héraðsmóti HSÞ 2013.
Keppendur á héraðsmóti HSÞ 2013.

Héraðsmót HSÞ í skák í flokki 16 ára og yngri var haldið í Litlulaugaskóla í Reykjadal í dag.

Bjarni Jón Kristjánsson vann fimm af sex skákum og stóð uppi sem sigurvegari á mótinu og er því héraðsmeistari HSÞ í skák í flokki 13-16 ára (8-10 bekkur). 

Kristján Davíð Björnsson varð héraðsmeistari í flokki 9-12 ára (4-7 bekkur) með fjóra vinninga af 6 mögulegum og Magnús Máni Sigurgeirsson varð héraðsmeistari í flokki 8 ára og yngri (1-3 bekkur) með 3 vinninga af sex mögulegum.

Tefldar voru 6 umferðir eftir monrad-kerfi og var umhugsunartíminn 10 mín.

Nánari úrslit og lokastöðuna má lesa hér


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744