20. nóv
Bikarleikur í blaki framundanÍþróttir - - Lestrar 272
Miðvikudaginn 25. nóvember nk. kl. 19:00 fer fram bikarleikur kvenna í blaki í Íþróttahöllinni á Húsavík.
Þar mætast lið Völsungs og Aftureldingar B í 2. umferð bikarkeppninnar.
Í fyrstu umferð lagði Völsungur lið Þróttar B að velli á Neskaupsstað og má búast við hörkublakleik á Húsavík á miðvikudaginn.
Frítt verður inn á leikinn en söfnunarbaukur fyrir frjálsum framlögum í ferðakostnað og kaffisala verður á staðnum.
Nú er lag fyrir húsvíkinga og nærsveitamenn til að mæta í Höllina og fylgjast með skemmtilegum og spennandi blakleik.