Bergur, Bjarki og Jóhann skrifa undir samninga

Ţrír leikmenn Völsungs í meistaraflokki karla í knattspyrnu hafa framlengt samninga sína viđ félagiđ og munu ţví leika međ liđinu í 2. deildinni nćsta

Bergur, Bjarki og Jóhann skrifa undir samninga
Íţróttir - - Lestrar 458

Ánćgjuleg tíđindi úr herbúđum Völsungs.
Ánćgjuleg tíđindi úr herbúđum Völsungs.

Ţrír leikmenn Völsungs í meistaraflokki karla í knattspyrnu hafa framlengt samninga sína viđ félagiđ og munu ţví leika međ liđinu í 2. deildinni nćsta sumar.

Um er ađ rćđa ţá Bjarka Baldvinsson, Berg Jónmundsson og Jóhann Ţórhallsson en ţeir léku stórt hlutverk í liđi Völsungs sem endađi í 2. sćti 3. deildar karla síđasta sumar og tryggđi sér ţátttökurétt í 2. deilda ađ ári.

Bjarki og Bergur eru uppaldir Völsungar og skrifuđu undir tveggja ára samning viđ félagiđ. Báđir eru ţeir fćddir áriđ 1990 og voru lykilmenn á miđju Völsungsliđsins síđasta sumar.

Jóhann Ţórhallsson skrifađi undir eins árs samning en hann kom frá Ţór fyrir síđasta tímabil. Hann var drjúgur í markaskorun og stóđ uppi sem markahćsti mađur deildarinnar međ 18 mörk í 17 leikjum.Á

Á heimasíđu Völsungs kemur fram ađ ţetta séu mikil gleđitíđindi og ánćgjulegt ađ ţeir hyggist taka slaginn međ liđinu nćsta sumar.

Völsungur

 Fv. Bergur Jónmundsson, Bjarki Baldvinsson og Jóhann Ţórhallsson. Ađ baki ţeirra standa Júlíus Bessason og Páll V. Gíslason ţjálfari Völsungs.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744