25. okt
Beggi kominn á þurrt landAlmennt - - Lestrar 315
Beggi ÞH 343 var hífður á land á Húsavík um miðjan daginn en hann sökk við bryggju í morgun.
Á mbl.is segir að björgunarsveitarmenn og kafari hafi verið kvaddir á staðinn og tókst að draga Begga á flot þar sem dælt var úr honum. Óvíst er hvers vegna hann sökk.
„Við sáum um tíu leytið í morgun að báturinn hékk í landfestutoginu,“ segir Þórir Örn Gunnarsson, hafnarstjóri í Norðurþingi. „Það hefur komið einhver leki að honum, okkur virðist svona við fyrstu sýn að það hafi verið að gerast í rólegheitunum.“