Beggi kominn á þurrt land

Beggi ÞH 343 var hífður á land á Húsavík um miðjan daginn en hann sökk við bryggju í morgun.

Beggi kominn á þurrt land
Almennt - - Lestrar 314

Beggi hífður á land við Norðurgarðinn.
Beggi hífður á land við Norðurgarðinn.

Beggi ÞH 343 var hífður á land á Húsavík um miðjan daginn en hann sökk við bryggju í morgun.

Á mbl.is segir að björg­un­ar­sveit­ar­menn og kafari hafi verið kvadd­ir á staðinn og tókst að draga Begga á flot þar sem dælt var úr hon­um. Óvíst er hvers vegna hann sökk.

„Við sáum um tíu leytið í morg­un að bát­ur­inn hékk í land­festu­tog­inu,“ seg­ir Þórir Örn Gunn­ars­son, hafn­ar­stjóri í Norðurþingi. „Það hef­ur komið ein­hver leki að hon­um, okk­ur virðist svona við fyrstu sýn að það hafi verið að ger­ast í ró­leg­heit­un­um.“

Fleiri myndir má sjá hér


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744