Banaslys við Framhaldsskólann á Laugum

Banaslys varð við Framhaldsskólann á Laugum í dag þegar 19 ára karlmaður varð fyrir bíl.

Banaslys við Framhaldsskólann á Laugum
Almennt - - Lestrar 245

Banaslys varð við Framhalds-skólann á Laugum í dag þegar 19 ára karlmaður varð fyrir bíl.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Tilkynningin er svohljóðandi:

„Kl. 14:03 í dag barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að slys hefði orðið við Framhaldsskólann á Laugum. Þar hefði 19 ára karlmaður orðið fyrir bíl. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang var maðurinn meðvitundarlaus og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur.

Nokkrir nemendur úr skólanum urðu vitni að slysinu og hefur áfallahjálparteymi Rauða krossins verið virkjað til að hlúa að þeim. Rannsókn á tildrögum slyssins er á algjöru frumstigi og vettvangsrannsókn enn yfirstandandi þegar þetta er skráð.

Lögreglan getur því ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo komnu.“


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744