Áslaug Munda valin í U-17 landsliðið - Snæþór aftur í VölsungsbúninginnÍþróttir - - Lestrar 404
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hefur verið valin í U-17 ára landslið Íslands í knattspyrnu.
Liðið tekur þátt í undirbúningsmóti UEFA í Edinborg dagana 19.-25. febrúar næst komandi.
Á heimasíðu Völsungs er Áslaugu Mundu óskað til hamingju með þennan magnaða árangur sem og góðs gengis í mótinu. 640.is tekur undir það.
Hér má sjá frétt KSÍ um ferðina.
Áslaug Munda í leik með Völsungi. ljósm. volsungur.is
Þetta er ekki eina fréttin úr herbúðum Vöslungs í dag því Snæþór Haukur Sveinbjörnsson skrifaði undir samning við félagið um helgina.
Snæþór sem er markmaður spilaði síðast með Völsungi 2015 og hefur spilaði 47 leiki fyrir félagið á árunum 2011-2015. Síðast var Snæþór á mála hjá Hvíta riddaranum en spilaði einnig leiki með Geisla síðasta sumar.
Júlíus Bessason og Snæþór við undirskrift samningsins.
Ljósm. volsungur.is